Umsókn í FÍG

Til að sækja um hjá FÍG, hlaðið niður umsókn og meðmælablaði hér fyrir neðan, fyllið út og sendið á gullsmidir@gullsmidir.is Inntökubeiðni Meðmæli

Brizy #1127

Til að sækja um aðild hjá FIG, hlaðið niður skjölunum hér fyrir neðan, fyllið út og sendið á gullsmidir@gullsmidir.is Inntökubeiðni Meðmæli

Gamlar myndir

  Þór Fannar, sem rekur Fannar verðlaugagripir í Kópavogi, sendi okkur þessar skemmtilegu myndir frá verkstæði Aðalbjarnar Péturssonar. Á fyrstu myndinni eru Valur Fannar faðir Þórs,  Vigfús Ingvarsson og Ásdís Thoroddsen.   Vigfús Ingvarsson, Aðalbjörn Pétursson, Óskar Sigurðsson, Valur Fannar, Ragna Pétursdóttir og Ásdís Thoroddsen.  

Fróðleikur frá Dóru

Fróðleik frá Dóru um dularfulla stimpla má finna hér. Skemmtilesning fyrir gullsmiði og áhugasama grúskara.

Fróðleikur um efni

GULL Gull er frumefni með efnatáknið Au (latína: aurum) og er númer 79 í lotukerfinu. Þetta er mjúkur, gljáandi, gulur, þungur, hamranlegur og linur málmur sem er ónæmur gegn flestum efnum en hægt er að vinna á honum með klór, flúor og kóngavanti. Gull finnst sem molar eða sem gullkorn í grjóti. Hreint gull hefur […]

Raf

Raf Raf frá Gdansk og stækkað hefur verið 60 falt í smásjá. Ef grannt er skoðað sést rétt fyrir neðan miðbik steinsins lífvera eða jurt sem trjákvoðan hefur gleypt fyrir tugum milljóna ára síðan. Raf sem finnst við Eystrasalt er 30- 100 milljón ára steingerð trjákvoða af barrtrjám og stærstur  hluti þess  finnst við strendur […]

Stefán J. Snæbjörnsson

Nú þegar glæsileg sýning FÍG, Prýði, stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands er rétt að minnast brautryðjanda sem féll frá þann 20. október s.l.  Stefán J. Snæbjörnsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1937. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum. Eftir sveinspróf hélt hann til Noregs þar sem hann lagði stund á hönnunarnám og nám í innanhúsarkitektúr. […]

Sigurður Hrafn Þórólfsson

Arna stjarna formaður FÍG átti frumkvæði að því að netnefnd, í hennar fylgd, heimsótti Sigurð Hrafn Þórólfsson gull- og silfursmið og konu hans Margréti Ragnarsdóttur. Margrét og Sigurður tóku á móti föruneyti FÍG á fallegu heimili þeirra í Mosfellsbæ. Mikið af haganlega gerðum skipslíkönum prýða heimilið ásamt öðrum listmunum úr smiðju Sígurðar. Fyrsta skipslíkanið hans var af Vasa skipinu fræga smíðað […]