Félag íslenskra gullsmiða


Félag íslenskra gullsmiða var stofnað 19. október 1924 og velflestir
gullsmiðir landsins starfa innan vébanda þess. Helstu markmið félagsins
eru að efla samheldni og standa vörð um réttindi íslenskra gullsmiða,
viðhalda menntun þeirra og stuðla að framförum og nýsköpun í greininni.

Meðal verkefna félagsins er að skerpa á gæðavitund almennings, efla nám
og endurmenntun í greininni, eiga samskipti við erlenda starfsfélaga og
standa fyrir kynningum, sýningum og vinnuskiptum. Félagið er aðili að
Samtökum iðnaðarins og Hönnunarmiðstöð Íslands.

Óhætt er að fullyrða að íslenskir gullsmiðir standi erlendum starfsbræðrum
ekkert að baki í fagmennsku og listsköpun. Handsmíðaðir íslenskir
skartgripir eru bæði fallegir, vel unnir og hverjum manni sómi að bera slíkan grip.