Tenglar, Gullsmiðir Að Fornu Og Nýju.

Fann ég á fjalli fallega steina, skemmtilegt viðtal við Eyjólf Kúld frá því í maí 2010. Vildi koma með eitthvað nýtt og vandað, spjallað við Halldór Sigurðsson gullsmið. Tíminn 21.12. 1960. Skemmtileg auglýsing frá Árna B. Björnssyni í Tímanum frá 26.júlí 1930. Þar auglýsir hann skeiðar tengdar Alþingishátíðinni það ár. Kristján Eyjólfsson gullsmiður hannar úr […]

Íslensk Hönnun Vekur Athygli.

Hér er tengill inná umfjöllun um þá Ástþór og Kjartan í Orr ásamt fleiri íslenskum hönnuðum í Luxemburger Wort.

Saga Steinunnar Og Mörtu.

Um miðja síðustu öld voru hjónin Vigfús Jónsson og Steinunn Ólafsdóttir í Hundastapa. Hann var hreppstjóri og mikilsmetinn maður, en hún var ljósmóðir og oft sótt til hjálpar ef einhver slasaðist. Þá voru ekki lærðar ljósmæður, heldur bara laghentar manneskjur, sem voru duglegar að hlálpa. Þau eignuðust fjórar dætur. Halldís var elst f. 1824. Þegar […]

Erfiljóð

Merkis Öldúngur, Öldúngur Bænda: JÓN SIGHVATSSON. Fæddur 6ta Marts 1759 Giptist 5ta Augúst 1792 Jómfrú ODDBJÖRGU SNORRADOTTIR Við hvörri hann átti 2 sonu og 3 dætur. Reysti bú á Höskuldarkoti í Ytri- Njardvík 1795 Vard Dannebrogsmadur 30ta Apríl 1833 Deydi 28da Nóvember 1841 Hann var; stakur dugnadar , rádvendnis- og ráddeildar- madur. Manna gédspakastur og […]

Gullsmiðir á Bessastöðum

Arna Stjarna formaður FÍG átti frumkvæði að því að heimsækja forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elízu Reid. Tóku þau hlýlega á móti forvitnum gullsmiðum. Hugmyndin var sú að gull-og silfursmiðir fengju að skoða silfurborðbúnað embættisins. Í ljós kom að borðbúnaðurinn er smíðaður í London 1941 og hafði Sveinn Björnsson frumkvæði að því að sögn Guðna. […]

Hringur á fingur

Félag íslenskra gullsmiða fagnaði 85 ára afmæli félagsins í skugga bankahrunsins. Gullsmiðir létu ekki neinn bilbug á sér finna og efnt var til samsýningar í Fógetahúsinu, Aðalstræti 10, þar sem hönnunarverslunin Kraum er til húsa. Við opnun sýningarinnar, þann 24. október 2009, hélt rithöfundurinn Sigurður Pálsson erindi um hringinn í víðum skilningi, en heiti sýningarinnar […]