Arna Stjarna formaður FÍG átti frumkvæði að því að heimsækja forsetahjónin Guðna Th. Jóhannesson og Elízu Reid. Tóku þau hlýlega á móti forvitnum gullsmiðum. Hugmyndin var sú að gull-og silfursmiðir fengju að skoða silfurborðbúnað embættisins. Í ljós kom að borðbúnaðurinn er smíðaður í London 1941 og hafði Sveinn Björnsson frumkvæði að því að sögn Guðna. Sveinn var ríkisstjóri frá 1941 til 1944 er hann var kosinn forseti á Þingvöllum 17. júní. Glatt var á Hjalla eins og sést á nokkrum myndum að neðan, í misjöfnum gæðum.
https://gullsmidir.is/vidburdur-1/