Agor

Heimsókn í Agor

Þær stöllurnar Arna Arnardóttir, Harpa Kristjánsdóttir og dóttir hennar Hera ásamt Lovísu Halldórsdóttur Olesen starfrækja við Súðarvog 44 gullsmíðavinnustofu sem er vel tækjum búin og snyrtileg.  Hugmyndin er komin frá Hörpu og gengur útá að hægt sé að leigja sér aðstöðu, eitt borð og afnot af nauðsynlegum tækjum.  Lovísa hyggur á breytingar og losnar því fljótlega aðstaða sú er hún hefur haft.  Opnast því möguleiki fyrir efnilegann gullsmið að komast í góða aðstöðu hvað varðar bæði smíði og sölu skartgripa.

Arna sem gegnir nú formannsembætti í Félagi íslenskra gullsmiða eins og flestum er kunnugt segir að þetta fyrirkomulag henti henni sérstaklega vel.  Hún er ekki bundin og getur því ráðstafað sínum tíma sem best hentar.  Margt spennandi er á prjónunum hjá þessum dugnaðraforkum og bjartsýni mikil sem smitar vonandi aðra gullsmiði nú á óvissutímum.

Formaðurinn minnti á að næsta ár er afmælisár og hvetur félagsmenn að koma til hennar hugmyndum sem gagnast félaginu okkar og þ.a.l. okkur öllum.  Stöðugt markaðsátak er nauðsynlegt til að tryggja sem flest störf gullsmiða í landinu.

Vinnuaðstaðan öll er í björtu og góðu rými.

Arna Arnardóttir (Arna Stjarna) í sýnigarsalnum.

Netnefnd þakkar Örnu Stjörnu kærlega fyrir góðar móttökur og óskar þess að nýbreytni þessi fái að dafna og blómgast.  Ungir gullsmiðir fái tækifæri til að koma sér á framfæri án mikils tilkostnaðar og hafi að auki aðgang að reyndum smiðum.

AR

Posted in Heimsóknir.