Bergkristall brilliantslípaður

Guðmundur Bjarnason steinaslípari á Akureyri er flestum gullsmiðum kunnur. Þegar hann lét af störfum, eftir að hafa verið verkstjóri í Slippnum á Akureyri  til margra ára, helgaði hann sig steinaslípun. Kom sér upp fullkomnari tækjum en höfðu sést áður hér á landi. Guðmundur slípaði þennan bergkristal (SiO2) sem hér sést.


     

Steinaslípun hefur verið þekkt iðmgrein frá 1375 er fyrsta gildi steinaslípara var sett á laggirnar í Nuremberg.  Það var um miðja 17. öld sem fyrstu brilliantslípuðu steinarni litu dagsins ljós en bergkristallinn er slípaður í því formi mjög endurbættu.  Uppú 1900 þegar verkfæri urðu betri varð þróunin ör og 1919 teiknaði Marcel Tolkowsky upp þá brilliant slípun sem stuðst er við í BNA og kölluð American Standard. Tolkowsky var verkfræðingur og kominn af Pólskum demantaslípurum.  Markmið hans var að ljós endurkastaðist upp í gegnum borð demantsins hvaðan sem það kæmi inn í steininn. Sem dæmi er hæð steinsins mikilvæg í því skyni og er þegar best lætur um 57- 60% af þvermáli steinsins.  Í Evrópu er stuðst við Practical Fine Cut (þ. Feinschliff der Praxis) og Scandinavian Standard. Lítill munur er á þessum  slípunum, einna helst að sú ameríska er með meiri hæð ofan beltis (miðju) en hinar sem eru aftur með þvermál borðsins meira.

Í grein á vef Breiðdalsseturs er nefnist Íslenskt grjót fyrir alla má lesa um Bergkristal:

Bergkristall er sá kristall sem manni dettur fyrst í hug, þegar maður hugsar um kristal.  Steindin er litlaus og gegnsæ með vel formuðum sexhliða pýramída. Oft er kristalsúlan hvít  eða gráleit og aðeins oddurinn gegnsær.

Greinin sem er samstarfsverkefni á milli Breiðdalsvíkurskólans og Breiðdalsseturs er bæði fróðleg og skemmtileg. Þar má lesa um helstu steina sem finnast hér á landi.

AR

Posted in Fræðsla.