Merkis Öldúngur, Öldúngur Bænda:
JÓN SIGHVATSSON.
Fæddur 6ta Marts 1759
Giptist 5ta Augúst 1792
Jómfrú ODDBJÖRGU SNORRADOTTIR
Við hvörri hann átti 2 sonu og 3 dætur.
Reysti bú á Höskuldarkoti í Ytri-
Njardvík 1795
Vard Dannebrogsmadur 30ta Apríl 1833
Deydi 28da Nóvember 1841
Hann var; stakur dugnadar , rádvendnis- og
ráddeildar- madur.
Manna gédspakastur og gódfúsastur.
Vina vandur og hinn vinfastasti
Hjálparhönd hjálpþurfendum;
Menningarbót manna úngra.
Prýdi sinnar stéttar og sómi ættjardar.
Hans leid var bein og blessunarrík.
Því hann leit ekki á sitt gagn einúngis, heldur annara.
Vel hefir þad Land.
Sem eignast marga hans jafningja.
- EGILSSON.
Snotur Tinskjöldur með þessari Grafskrift var á líkkistunni,
smíðaður af Gullsmiði Th. Thómassyni.
Úr Æfi-og útfararminningu Jóns Sighvatssonar. Meðal þeirra sem orktu erfiljóð um Jón var Sveinbjörn Egilsson. Undir grafskrift Sveinbjarnar segir að á líkkistunni hafi verið snotur tinskjöldur sem grafskrift Sveinbjarnar var letruð á.