Raf

Raf

Raf frá Gdansk og stækkað hefur verið 60 falt í smásjá. Ef grannt er skoðað sést rétt fyrir neðan miðbik steinsins lífvera eða jurt sem trjákvoðan hefur gleypt fyrir tugum milljóna ára síðan.

Raf sem finnst við Eystrasalt er 30- 100 milljón ára steingerð trjákvoða af barrtrjám og stærstur  hluti þess  finnst við strendur Pólands og Kaliningrad (Königsberg) héraðs Rússlands.

Allt frá nýsteinöld hefur mannkynið dáðst að og notað raf. Landkönnuðurinn Pýþeas frá Massalíu sem uppi var á 4. öld f.kr. lýsir því hvernig Gotar nýta raf. Pýþeas er sá hinn sami og fyrstur nefnir  Thule á nafn sem margir telja að hafi verið Ísland. Hann lýsti manna fyrstur miðnætursól og hafís sem styður þá tilgátu. Í ritum hans er einnig fyrst minnst á Germaníu, landið er Gotar og skyldar þjóðir byggðu.  Germanir kölluðu raf glæsun sem er skilt orðinu gler. Þeir seldu raf til landa Suður-Evrópu og þaðan barst raf til dæmis til Sýrlands þar sem það var vinsælt efni  í snældur.

Land Gotanna er núverandi  norðurströnd Pólands og þar  liggur borgin Gdansk í héraði sem nefnt er Pomorskie (Pommern) og þýðir land við hafið.  Elstu heimildir um borgina eru frá árinu 999.  1358 gerðist borgin hluti af Hansa sambandinu  og auðgaðist á verslun enda vel í sveit sett þar sem árnar Mottlava og Visla renna í flóann sem kenndur er við Gdansk.

Íslenskar blómarósir við Dlugi Targ í Gdansk.

Í borginni eru fjölmargar verslanir sem selja muni úr rafi, margar afar glæsilegar. Kaupstefna er haldin einu sinni á ári þar sem verslað er með raf. Ein þessara verslana er Amber Art sem Anna og Wojciech Leonowicz reka ásamt tilheyrandi verkstæði. Fyrirtækið er 50 ára gamalt og er við Dlugi Targ sem er ein helsta verslunargata Gdansk. Wojciech var svo vinsamlegur að sýna undirrituðum og fylgdarliði verslun sína og verkstæði. Flestar verslanir og veitingahús við götuna eru með starfsemi á sjálfri götunni sem er göngugata. Wojciech heldur þar úti bás með úrvali skartgripa og nytjahluta eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Ungur viðskiptavinur skoðar úrvalið.

 

Wojciech sýnir verkstæðið sem hann hefur starfrækt í 50 ár.

Slípirokkarnir.

Þökkum Wojciech í versluninni Amber Art góðar móttökur.

 

 

AR

 

Amber Art

Dlugi Targ 2/3

80-828 Gdansk

s. (058) 301 19 55

www.artamber.pl

Posted in Fræðsla.