Nú þegar glæsileg sýning FÍG, Prýði, stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands er rétt að minnast brautryðjanda sem féll frá þann 20. október s.l. Stefán J. Snæbjörnsson fæddist í Reykjavík 16. febrúar 1937. Hann lærði húsgagnasmíði hjá föður sínum. Eftir sveinspróf hélt hann til Noregs þar sem hann lagði stund á hönnunarnám og nám í innanhúsarkitektúr. Hann lauk prófi frá Hönnunarháskólanum í Ósló 1965.
Stefán var aðalhvatamaður að stofnun Form Ísland sem síðar átti stóran þátt í að koma á stofn Hönnunarmiðstöð Íslands 2008. Hönnunarmiðstöðin hefur verið góður vettvangur fyrir gullsmiði til að koma á framfæri vinnu sinni. HönnunarMars er gott dæmi um það. Stefán var formaður nefndar sem vann að stofnun Hönnunarsafns Íslands sem nú hýsir 90 ára afmælissýningu FÍG.
Önnur tenging hans við gull- og silfursmíði er sú að uppúr 1980 til 2000 teiknaði hann jólaskeiðarnar kenndar við Guðlaug A. Magnússon. Einnig hannar hann uppúr 2000 tólf skeiðar, fyrir Ernu ehf, sem skörtuðu myndum úr flóru landsins. Vinnuteikningunum fylgdu ávallt einkar fallegar vatslitamyndir.
Við gullsmiðir höfum notið starfa eldhugans Stefáns J. Snæbjörnssonar og ávextir af brautryðjendastarfi hans munu halda áfram að vaxa ef við stöndum vaktina. Framkvæmdahugur Stefáns ætti að vera okkur hvatning.