Jón Sigmundsson

Skartgripaverzlun 110 ára

Nú á því herrans ári 2014 eru 110 ár frá því Jón Sigmundsson settist að í Reykjavík og setti á stofn verkstæði. Jón fæddist 1. júlí 1875 að Skarfsstöðum í Hvammssveit, hóf ungur nám í gullsmíði.  Sveinspróf tók hann hjá frænda sínum og nafna Guðmundssyni í Ljárskógum árið 1897. Að því loknu dvaldi hann veturlangt við úrsmíðanám hjá Þorbirni Ólafssyni að Kaðalstöðum í Borgarfirði.

Í Reykjavík seldi hann smíðisgripi sína í Grjótaþorpi þar sem hann bjó og hafði vinnustofu sína. Jafnframt gerði hann við skartgripi og klukkur. 1907 flytur hann á Laugaveg þar sem opnuð var verslun með verkstæðinu. Fljótlega hefur hann innflutning frá Sviss og Þýskalandi og seinna Englandi og Ameríku. Eykur stórlega vöruúrval bæjarins því mest var framboð á danskri vöru fram að því. Jón framleiddi líka silfurborðbúnað og stærri gripi sem til eru á mörgum heimilum. Fyrir þá sem eiga gamla veglega silfurmuni er hægt að sjá hver smíðaði með því að skoða nafnstimpil sem er við hreinleikastimpilinn. Stimpill Jóns er nafn hans (JÓN) inni í hring.

Jón Sigmundsson andaðist 4. ágúst 1942. Ekkja hans og fjölskylda ráku áfram fyrirtækið. Í dag reka feðgarnir Símon Ragnarsson og sonur hans Ragnar fyrirtækið en þeir eru afkomendur stofnandans Jóns Sigmundssonar. Skartgripaverzlun Jóns Sigmundssonar er elsta fyrirtæki við Laugaveg og eitt elsta starfandi fyrirtæki landsins. Mikið vöruúrval einkennir verslunina, bæði skartgripir, skrautmunir og armbandsúr. Í seinni tíð hafa ferðamenn aukið komur sínar mjög og setja svip á gamla bæinn. Verslunin hefur verið þekkt fyrir stúdentastjörnuna allt frá 1976, sem er mjög vinsæl og Símon hannaði eins og bænamen með faðirvorinu sem margir kannast við.

Í heila öld og 10 árum betur hefur fjölskyldan staðið vaktina. Engin þreytumerki sjáanleg, þvert á móti. Dísa Ragnheiður, Símon og Halldóra Kristín við afgreiðsluborðið.

Símon Ragnarsson gullsmíðameistari við gamalt og veglegt skrifborð.

Símon var formaður FÍG 1968- 1972 og er vel að sér í sögu gullverðs. Stiklar á stóru í samtali við ritnefnd, nefnir breytingar sem urði uppúr 1971 þegar Nixon aftengdi gullfót dollars. Við breytingarnar þá og fram yfir mikla hækkun um 1980 minnkaði sala ekki á gullmunum heldur seldust efnisminni gripir. Nú, segir hann, að breytingin eftir fjármálahrunið 2008 sé meiri þar sem fólk snúi sér að silfri og jafn vel stáli og margir framleiðendur bjóði ekki lengur gull af þeim sökum. Þar á móti fer vaxandi hluti gulls til fjárfesta.

Fyrirtæki sem lifað hefur kreppur þarf að vera sveigjanlegt. Það er áskorun að mæta nýjum tímum. Þegar Fulltrúar Tollstjóra heimsóttu fyrirtæki fyrir nokkru komu þeir við í versluninni og vildu aðhuga hvort ekki væri allt í góðu lagi. Símon bennti á að það væri svo enda væri reksturinn á sömu kennitölu allt frá 1904. Auk þess að starfa hér heima vann hann um skeið við fag sitt bæði í Englandi og Noregi.

Ragnar Símonarson gullsmíðameistari við lágmynd af stofnandanum Jóni Sigmundssyni.

Jón Sigmundsson skartgripaverzlun Laugavegi 5

Jón Sigmundsson skartgripaverzlun á fésbók

Að hluta suðst við heimildir í grein úr 101 Reykjavík.

AR

Posted in Heimsóknir.