Moissanite

Cubic Zirconia

Cubic Zirconia

Uppúr 1960 var vinsælasti steinninn sem líktist demanti rutile. Auðvelt var að greina milli demants og rutile með 10x lúpu vegna þess að ljósbrot kom upp um steininn líkt og gerist með moissanite. Strontium titanite var einnig vinsæll steinn sem notaður var sem eftirmynd demants. Hörkustig hans er 6 á Mohs kvarða en hann rispast auðveldlega.  Litdreifing er mikil þ.a. auðvelt er að greina milli hans og demants. Algengt er að útbúa hann sem dublettu þar sem strotium titanite er neðri steinninn. Aðferðin við framleiðslu á rutile og strontium titanite er kennd við Auguste Verneuil. Hann fullkomnaði þessa aðferð 1902 en hún hafði verið þekkt frá því um 1880 í Frakklandi.

Það er svo um 1973 að Rússum tekst að framleiða (fianit) cubic zirconia (ZrO2) þar sem þeir leituðu að nýju efni í teningslaga/cubic kristalflokki til notkunar í leisertækni. Aðferðin gekk utá að hita zirconium oxíð í örbylgjuofni sem komu á markað nokkru fyrr þótt í raun hefðu þeir verið fundnir upp löngu áður til að gefa hermönnum 3. ríkisins í fremstu víglínu heitan mat. Með tilkomu örbylgjuofnsins var mögulegt að hita efni uppfyrir þolmörk hitaþolnustu deiglna. Á ensku heitir þessi aðferð -skull melt- þar sem efnið hitnar innan frá og ytra lag kaldara heldur utanum það eins og deigla. Framleiðsla hófst 1976. Zirconium er málmur en kristallast með kísil i ferhyrnt/tetragonal kristallkerfi og kallast þá zircon (ZrSiO4).  Cubic zirkonia er framleiddur með því að nota kalsíum eða yttríum til að zirconium málmurinn kristallist með súrefni í teningslaga/cubic kristalflokki sem er mjög mikilvægt svo hann líkist demanti. Hörkustig á Mohs kvarða er 8- 8.5  og ljósdreifing meiri en í demanti. Cubic zirconia er til í náttúrunni, árið 1937 fundu þýskir vísindamenn efnið en gáfu því ekki nafn. CZ eins og hann er oft kallaður til styttingar er lang algengasti steinninn sem notaður er sem eftirlíking demants. Fáum árum, eða 1980, eftir að framleiðsla hófst var heimsframleiðslan komin uppí 10 tonn.

 

Posted in Fræðsla.