Leifur Jónsson gullsmíðameistari leit inn á eina af starfstöðvum Netnefndar. Hann hefur í áratugi sett svip á bæinn með starfsemi sinni. Skemmst er að minnast Gullhallarinnar, einar helstu gullverslunar bæjarins í áratugi, stofnuð 1976.
Árið 2001 söðlaði Leifur um, seldi verslunina og stofnaði heildverslunina Skartís. Fyrirtækið var um nokkurt árabil við Ármúla en í dag er Leifur með aðstöðu sína á Laugavegi 13 í húsnæði Gullkúnstar Helgu. Á boðstólum er mikið úrval af skartgripum, öskjum og íhlutum fyrir skartgripasmíði s.s. keðjur, lásar og þ.h.
Þjónustan er einhver sú besta sem til er því óski menn, á höfuðborgarsvæðinu, þess þá afgreiðir Leifur pantanir smáar sem stórar alla leið að dyrum viðskiptavina. Þiggur gjarnan kaffi en ekki með því.
Hægt er að ná í Leif í síma 618 6604 og póstfangið er skartis@mmedia.is
AR