Sigmar Ó Maríusson

Netnefnd leit inn hjá Sigmari Maríussyni gullsmið og heiðursfélaga FÍG á fallegum sprengidegi þegar 10 dagar eru eftir af þorra.  Sigmar er með verkstæði sitt við Suðurbraut 9 í Kópavogi.  Margir muna eftir honum við Hverfisgötu 16A þar sem hann var með fyrirtæki sitt Módelskartgripi í 33 ár.  Mikið af veglegum gripum prýða hillur og […]

Sigurður H. Bjarnason gullsmíðameistari

Bróðir minn, Sigurður Hegri Bjarnason, eins og hann var skírður fullu nafni var fæddur á Rein í Skagafjarðarsýslu þann 5. október 1912. Hegranafnið vildi hann aldrei heyra og losaði sig við það um fermingu, eftir því sem ég best veit. Foreldrar okkar voru Bjarni Oddson, fæddur í Hólakoti í Fljótum í Skagafirði þann 4 desember […]

Nonni Gull

Nonni gull við Strandgötu 37. Jón Halldór Bjarnason lærði gullsmíði hjá föður sínum Bjarna Þorgeiri Bjarnasyni. Bjarni og Þórarinn Gunnarsson gullsmiður ráku saman fyrirtæki sem nefnt var eftir þeim Gullsmíðaverkstæði  Bjarna og Þórarins. Þeir hófu starfsemi 1954 fyrst við Bergstaðastræti síðar við Laugaveg. 1968 festa þeir kaup á húsnæði Wilhelms Norfjörð við Hverfisgötu 49. Jón […]

Leifur Jónsson gullsmíðameistari

Leifur Jónsson gullsmíðameistari leit inn á eina af starfstöðvum Netnefndar.  Hann hefur í áratugi sett svip á bæinn með starfsemi sinni.  Skemmst er að minnast Gullhallarinnar, einar helstu gullverslunar bæjarins í áratugi, stofnuð 1976. Árið 2001 söðlaði Leifur um, seldi verslunina og stofnaði heildverslunina Skartís.  Fyrirtækið var um nokkurt árabil við Ármúla en í dag er […]

Jón Sigmundsson

Skartgripaverzlun 110 ára Nú á því herrans ári 2014 eru 110 ár frá því Jón Sigmundsson settist að í Reykjavík og setti á stofn verkstæði. Jón fæddist 1. júlí 1875 að Skarfsstöðum í Hvammssveit, hóf ungur nám í gullsmíði.  Sveinspróf tók hann hjá frænda sínum og nafna Guðmundssyni í Ljárskógum árið 1897. Að því loknu dvaldi hann […]

I-Silver

Ingi Kristmanns, I-Silver Ingi Kristmanns lauk sveinsprófi 1989. Hann starfaði hjá Gull-og silfursmiðjunni Ernu frá 1966- 1985. Um nokkurt skeið starfaði hann einnig í Danmörku. Í dag rekur hann fyrirtæki sitt I-Silver og sérhæfir sig í framleiðslu á afsteypum frá Þjóðminjasafni Íslands.   Silfurnæla frá miðri 11. öld fundin í Tröllaskógi á Rangárvöllum.     […]

Agor

Heimsókn í Agor Þær stöllurnar Arna Arnardóttir, Harpa Kristjánsdóttir og dóttir hennar Hera ásamt Lovísu Halldórsdóttur Olesen starfrækja við Súðarvog 44 gullsmíðavinnustofu sem er vel tækjum búin og snyrtileg.  Hugmyndin er komin frá Hörpu og gengur útá að hægt sé að leigja sér aðstöðu, eitt borð og afnot af nauðsynlegum tækjum.  Lovísa hyggur á breytingar og […]

Hún og Hún

Nú í sumar var Skólavarðan endurreist og því við hæfi að ganga götuna sem kennd er við hana, Skólavörðustíg, eftir að hafa dáðst að fallegu handverki steinsmiðanna. Vörðuna sem skólapiltar úr Hólavallarskóla reistu upphaflega 1793 endurreisti Þór Sigmundsson, steinsmiður og myndhöggvari.  Við nefnda götu er verslunin húnoghún og þar er margt fallegt og skemmtilegt að […]

GÞ í Bankastræti Netnefndin var á ferð í gamla miðbænum og leit inn hjá Ólafi G. Jósefssyni í Bankastræti.  Hann, ásamt konu sinni og börnum reka verslunina Guðmundur Þorsteinsson eða GÞ skartgripir og úr.  Verslunin á sér langa sögu og merka er nær aftur til ársins 1925. Í kynningarefni verslunarinnar má lesa eftirfarandi: “GÞ skartgripir […]

Gullsmiðja Hansínu Jens

Þær Hansína Jens og Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tóku vel á móti netnefnd FÍG þegar guðað var á gluggann hjá þeim í Dugguvogi 10. Þar er verkstæði Hansínu og heimili sem hún hefur búið sér og börnum sínum af mikilli smekkvísi. Hugguleg stemming hjá þeim stallsystrum þar sem þær fá sér rjúkandi gott morgunkaffi og buðu […]